135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[13:36]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir þær spurningar sem hv. þm. Árni Þór Sigurðsson varpaði hér fram til forseta, en ég vil bæta við spurningunni: Hvenær og hvar var tekin ákvörðun um þessa breyttu dagskrá? Var það gert í forsætisnefnd? Var það gert að höfðu samráði við formenn þingflokka? Gerði forseti það sjálfur, sá sem hér situr, eða 1. forseti sem nú fer fyrir flokki allra þingmanna Norðurlandskjördæmis vestra vestur á Patreksfjörð, meðan þing stendur og verið er að ræða mjög mikilvæg mál? Hvar var þessi ákvörðun tekin?

Mér býður svo í grun, herra forseti, að þessi ákvörðun hafi fyrst og fremst verið tekin með þarfir einstakra ráðherra í huga. Mér finnst það miður ef svo er og ég hlýt að spyrja forseta: Hvenær var þessi ákvörðun tekin (Forseti hringir.) um að rugla dagskránni svona?