135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

tilhögun þingfundar.

[13:38]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl):

Virðulegi forseti. Þetta mál snýst um það hvaða virðingu Alþingi Íslendinga ber fyrir sjálfu sér og hvort hér er ríkisstjórnarmiðað þing sem tekur eingöngu mið af hagsmunum ráðherra, hvort þeim dettur í hug að sækja þingfundi eða sækja ekki þingfundi. Það er nú einu sinni þannig að ráðherrarnir eru kjörnir alþingismenn og þeim er skylt, jafnt sem öðrum þingmönnum, að sækja þingfundi. Þetta er spurning um það hvaða virðingu ber Alþingi Íslendinga fyrir sjálfu sér, hvaða virðingu ráðherrar í ríkisstjórninni bera fyrir Alþingi Íslendinga og sjálfum sér. Það er búið að ákveða með löngum fyrirvara hvernig dagskrá á að vera en vegna þess að ráðherrar bera ekki næga virðingu fyrir þinginu, störfum þingsins og tíma annarra þingmanna er henni ekki fylgt. Þar með þurfa allir þingmenn, sérstaklega þeir þingmenn sem láta sér annt um þingstörfin og vilja vinna sína vinnu, að sitja og standa algjörlega andstætt því sem verður að telja eðlilegt (Forseti hringir.) þingræði í landinu. Ég mótmæli þessum vinnubrögðum.