135. löggjafarþing — 97. fundur,  30. apr. 2008.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[14:11]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Frú forseti. Hægt væri að setja á sérstakan tíma til umræðu um þá ágætu breytingu, að mínu mati, sem varð á þingskapalögum. Rétt er að undirstrika að þegar gömlu lögin voru í gildi voru óundirbúnar fyrirspurnir á tveggja vikna fresti, síðan ekki söguna meir. Nú höfum við tvisvar í viku óundirbúnar fyrirspurnir og það er miklu betra skipulag. Að mínu mati hefur umræðan í þinginu orðið dýnamískari og kraftmeiri fyrir utan það að þingmenn koma meira hingað upp í ræðustól hvort sem þeir eru í stjórnarandstöðu eða stjórn.

Mér finnst þinginu hafa verið gefið mun meira vægi með þessum breytingum sem allir flokkar stóðu að nema Vinstri grænir, sem kemur náttúrlega ekki á óvart.