135. löggjafarþing — 106. fundur,  22. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[21:26]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (andsvar):

Frú forseti. Hluti af þeirri umræðu sem hér er vegna grunnskólalaganna snýr að hinu kristna siðgæði og hinni kristnu menningararfleifð. Það sem mér leikur forvitni á að vita eftir um margt fróðlega ræðu hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar er hvort hann telji það ganga gegn réttindum þeirra manna sem ekki hafa kristna trú að leiðarljósi í sínu lífi að hér sé lögð rækt við hina kristnu menningararfleifð í skólastarfi á Íslandi.