135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:51]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil fara andartak í fyrri spurninguna. Ég vísa til reynslu bæði Breta og Svía. Það stendur ekki beint í lagaumgjörð þeirra að það eigi að einkavæða. Breytingarnar sem gerðar voru og grunnurinn sem lagður var upp úr 1990 er hins vegar grunnurinn að þeirri einkavæðingu sem er núna í dag. Og við erum núna að stíga þau skref. (Gripið fram í: Hvað með …?) Það er verið að opna fyrir það. Því vísa ég til reynslu þessara þjóða.

Hvað varðar landlæknisembættið tel ég að það eigi og verði að styrkja. Það átti að vera búið að því og ég tel að landlæknisembættið eigi að falla undir Alþingi sem óháð eftirlitsstofnun á þessu sviði (Forseti hringir.) og vera óháð heilbrigðisráðuneytinu.