135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[21:30]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, naumt er skammtað. — Það viðfangsefni að betrumbæta fyrirkomulag fjárveitinga til opinbers rekstrar hvort heldur er í heilbrigðiskerfinu eða annars staðar er engin afsökun fyrir einkavæðingargötunni. Það eru svo margar aðrar skilvirkar leiðir til þess ef það er það eina sem þarf að takast á við. Það er í fyrsta lagi ekkert vandamál að gera það á grundvelli stefnu þar sem stofnanir hafa skilgreint hlutverk. Og ef það er eitthvað að mínu mati sem virkilega hefur skort á undanfarin ár þá er það slík heildaryfirsýn yfir heilbrigðiskerfið og einkum hlutverk stærstu stofnananna og að þær hefðu skilgreint afmarkað hlutverk og fengju fjárveitingar í samræmi við það sem væri hluti af hinni samræmdu heilbrigðisstefnu. Það er hægt að nota reiknilíkön af ýmsum toga o.s.frv.

En að halda að einhver svona brella um að kostnaðargreina þetta allt og fara að telja inn aðgerðirnar leysi allan vandann er álíka vitlaust eins og þegar menn héldu að reiknilíkönin ágætu mundu leysa allt í (Forseti hringir.) skólakerfinu sem ég spái að hv. þingmaður muni eitthvað eftir að gerðist nú ekki.