135. löggjafarþing — 121. fundur,  10. sept. 2008.

jarðgöng og vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum.

659. mál
[16:14]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf):

Frú forseti. Það er gleðiefni sem hæstv. samgönguráðherra kemur hér með, að það verði drifið í því að bora frá Dýrafirði og yfir í Arnarfjörðinn. En það er náttúrlega alveg stórkostlegt að við skulum standa hér í þingsal og ræða um heilsárssamgöngur á þessu svæði, að það skuli ekki enn vera komnar heilsárssamgöngur. Ég hvet alla sem hafa áhuga á því að menn geti ferðast á milli þorpa í byggðarlögum að gefa gaum að þessu, hvað þetta er í raun og veru aftarlega á merinni.

Það var mjög gleðilegt um daginn þegar hæstv. samgönguráðherra sprengdi fyrstu sprengjuna í Bolungarvíkurgöngunum og ég hlakka til þegar fyrsta sprengjan verður sprengd (Forseti hringir.) í Hrafnseyrarheiðinni.