136. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2008.

afbrigði um dagskrármál.

[16:09]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Leita þarf afbrigða frá þingsköpum, þ.e. lokamálsgrein 3. gr. þingskapa, um hvernig hluta skal um sæti þingmanna þannig að hv. þm. Helgi Hjörvar geti fengið sæti sem honum hentar. Það er sæti nr. 32.

Enn fremur hefur orðið samkomulag milli forseta og formanna þingflokka um að leggja til að tekin verði frá sæti næst inngangi í salnum fyrir formennina en þeir draga innbyrðis um þessi sæti. Skoðast þau afbrigði samþykkt ef enginn hreyfir andmælum. Það er samþykkt.

Samkvæmt þessu hefur Helgi Hjörvar sæti nr. 32 en síðan fá þingflokksformennirnir sæti svo sem hér segir: Arnbjörg Sveinsdóttir sæti 44, Jón Magnússon sæti 23, Lúðvík Bergvinsson sæti 22, Siv Friðleifsdóttir sæti 8 og Ögmundur Jónasson sæti 45.