136. löggjafarþing — 11. fundur,  13. okt. 2008.

umhverfismat vegna framkvæmda við álver á Bakka.

[15:11]
Horfa

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Við þessu er mjög einfalt svar: Nei. Heildstætt umhverfismat framkvæmdanna sem tengjast hugsanlegu álveri á Bakka eru í eðlilegu ferli, samráðsferli framkvæmdaaðilanna fjögurra og þar liggja þær tímasetningar fyrir sem allir geta sætt sig við. Það er hins vegar í höndum fyrirtækisins sem hyggst reisa álver á Bakka að flýta sér ef menn hafa einhvern vilja til þess. Ég hef ekki orðið vör við þann vilja. (Gripið fram í.) Það er allt í góðu lagi á Bakka, hv. þingmaður.