136. löggjafarþing — 73. fundur,  4. feb. 2009.

kjör nýs forseta þingsins.

[13:50]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Aldrei hefur annað komið fram hér í þingsölum en að hæstv. forseti Sturla Böðvarsson gætti fyllsta hlutleysis gagnvart þingmönnum og þeim flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þess vegna hlýtur það að teljast mjög undarleg framganga minnihlutastjórnarinnar að krefjast þess af Framsóknarflokknum að hann felli sitjandi forseta.

Ég heyrði ekki betur í gær en að hv. þm. Birkir Jón Jónsson ætlaði aldrei að verja þá ríkisstjórn falli sem setti fæturna fyrir álverið á Bakka. Breyttist það eitthvað í nótt?

Hæstv. forseti. (Gripið fram í.) Þessi framganga minnihlutastjórnar gagnvart Alþingi er ótrúleg, (Forseti hringir.) að hún skuli krefjast þess að Framsóknarflokkurinn styðji að (Forseti hringir.) setja hæstv. forseta frá. [Órói í þingsal.]