136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:19]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, þetta kom ekki sérstaklega til umfjöllunar við afgreiðslu frumvarpsins en það er rétt að hér er alltaf úr vöndu að ráða. En varðandi réttarstöðu þessara einstaklinga — þeir eru þrír bankastjórarnir — er augljóst að ef störfunum er fækkað í samræmi við frumvarpið, eins og það liggur fyrir, verður að leggja stöðurnar niður. Þeim er síðan að sjálfsögðu öllum frjálst að sækja um að nýju og þá verða umsóknir þeirra teknar fyrir eins og annarra sem kunna að sækja um starfann.