136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:33]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er sagt að hæstv. forsætisráðherra sem leggur þetta frumvarp fram hafi gert grein fyrir því hverjir komu að samningu frumvarpsins (Gripið fram í: Nei.) (Gripið fram í: Nei.) en, hæstv. forseti, mér finnst mestu máli skipta hvað þetta snertir hverjir það eru sem eru ábyrgir fyrir þingmálinu. Það er ríkisstjórnin sem ber það fram og það er okkar þá að verja frumvarpið eða gera grein fyrir því á málefnalegan hátt. (Gripið fram í.) Mér (Gripið fram í.) verður að umhugsunarefni að sjá svona inn í sálarlíf Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í: Oo.) Ísland er að komast í þrot. Við höfum búið undir leyndarhjúp (Gripið fram í.) í allt of langan tíma (Gripið fram í.) varðandi fjármálin og bankakerfið í landinu (Forseti hringir.) en Sjálfstæðisflokkurinn hefur bara áhuga á einu: (Forseti hringir.) Hver er ábyrgur fyrir (Forseti hringir.) kommusetningunni í þessu frumvarpi?