136. löggjafarþing — 100. fundur,  11. mars 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

394. mál
[19:19]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessi svör. Í þeim felst það mat hv. þingmanns að yfirlýsingar sveitarfélagsins Ölfuss séu fyrirsláttur eða sveitarfélagið sé að setja skilyrði fyrir samþykki sínu við línulögnum innan þess. Setja það sem skilyrði að heimilaðar verði frekari virkjanaframkvæmdir og þá væntanlega í neðri hluta Þjórsár til að fæða álver í kringum eða við Þorlákshöfn. Þannig skil ég þetta svar hv. þingmanns og finnst ekki leggjast mikið fyrir hann að meta afstöðu sveitarfélagsins eða sveitarstjórans með þeim hætti.