136. löggjafarþing — 112. fundur,  25. mars 2009.

skaðabótalög.

438. mál
[01:47]
Horfa

Frsm. allshn. (Árni Páll Árnason) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér þykir nokkuð til um þetta uppnám þingmanna Sjálfstæðisflokksins því að þeir klifa á því og átelja mig fyrir að hafa ásakað þá um málþóf en ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni nefnt orðið málþóf. Einu þingmennirnir sem hafa gert málþóf að umtalsefni eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Ég tel hins vegar mjög mikilvægt, eins og hv. þm. Pétur H. Blöndal nefnir, að tala um þjóðþrifamál. Það er þjóðþrifamál til umræðu, frumvarp til skaðabótalaga sem ég hef beðið eftir í þrjá daga að mæla fyrir og þigg glaður þetta tækifæri að mæla fyrir því og fyrst ekki bauðst tími fyrr en nú er mér engin vorkunn að standa hér og ræða þetta mál. Ég hlakka til að ræða það áfram og ég held að við eigum að nýta tímann vel.