136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

fundarstjórn forseta.

[21:04]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt um atvinnumálin, að forseti fresti því máli sem við ræðum núna og er á dagskrá og ræði frekar mál nr. 7 sem er um álverið í Helguvík. Þá geta menn líka komið inn á fleiri álver.

Á Alþingi eru 63 þingmenn. Þeir eru á stjórnlagaþingi og menn hafa lagt mikla áherslu á að þetta væri stjórnlagaþing og það væri mjög nauðsynlegt að setja á laggirnar stjórnlagaþing og það væri mjög virðingarvert og allt slíkt. Þetta fólk tekur síðan ekki þátt í umræðunni, ekki nema þingmenn Sjálfstæðisflokksins að mestu leyti. Ég sakna þess að þeir þingmenn sem ekki hafa tekið þátt í umræðunni og ekki eru á mælendaskrá taki þátt í umræðunni á stjórnlagaþinginu sem við erum stödd á akkúrat núna.