136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:59]
Horfa

Ármann Kr. Ólafsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það mátti helst skilja það á ræðu hv. þm. Helga Hjörvars að fjármálakerfið hafi hrunið vegna stjórnarskrárinnar. Ég leyfi mér að segja að það er algerlega af og frá að setja það í það samhengi. Af því að ég náði að finna það í bunkanum hjá mér þá segir hér í umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

„Þær breytingar sem felast í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga virðast hins vegar ekki sérstaklega til þess fallnar að stuðla að endurreisn efnahagskerfisins og væri því eðlilegt að bíða með allar meiri háttar breytingar þar til um hægist í þjóðfélaginu.“

Ég ætla að gera þeirra orð að mínum.