136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

dagskrártillaga.

[15:12]
Horfa

Karl V. Matthíasson (Fl):

Herra forseti. Það er grundvallaratriði í þeirri uppbyggingu sem fram undan er í landinu að hún hefjist á því að það sé skýrt í stjórnarskrá Íslands að þjóðin eigi þær auðlindir sem land okkar og haf búa yfir. Það er vers 1 sem verður að syngja. Annað þarf ekki að syngja í þessum sölum. (Gripið fram í.)

Við verðum að koma þessu í stjórnarskrána og út frá þeim grundvelli byggjum við upp nýtt Ísland. Þess vegna segi ég nei við þessari dagskrártillögu. (Gripið fram í.)