136. löggjafarþing — 132. fundur,  15. apr. 2009.

lífsýnasöfn.

123. mál
[22:02]
Horfa

Frsm. heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér þykja þessar ábendingar mjög áhugaverðar og ég tel rétt að nefndir þingsins, hvort sem það yrði heilbrigðisnefnd eða allsherjarnefnd, kynntu sér málið frekar. Þetta vekur upp hjá mér spurningar um hvort ekki sé rétt að skoða sérstaklega hvort um lífsýnasafn lögreglunnar, þó svo að það tengist alþjóðlegum gagnabönkum með ákveðnum reglum, þurfi ekki að gilda alveg sérstakar reglur, reglur sem varða söfnin og varðveislu slíkra safna. Ef þær eru ekki til tel ég mjög brýnt að þingið skoði þau mál alveg sérstaklega, hvort sem það verður heilbrigðisnefnd eða allsherjarnefnd sem gerir það.