137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[11:49]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Framkvæmd náttúruverndaráætlunar er samkvæmt lögum í höndum Umhverfisstofnunar en ég er, eins og ég kom inn á í fyrra svari mínu, þeirrar skoðunar að taka beri allar svona ábendingar til umfjöllunar og það sé vel hugsanlegt að gera sérstaka samninga við náttúrustofurnar hvað þetta varðar. Raunar treysti ég hv. umhverfisnefnd til að taka þetta til málefnalegar og ítarlegrar umfjöllunar.