137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[19:06]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að hafa þetta stutt, þetta er orðið ágætt í dag. Þetta hefur verið góð umræða eins og hæstv. fjármálaráðherra kom inn á. Hér er stefnt að miklum niðurskurði og eins og við þingmenn Framsóknarflokksins höfum ítrekað bent á finnst okkur vanta inn í útgjaldaliðinn varðandi Atvinnuleysistryggingasjóð þannig að við erum ekki alls kostar sáttir við það að um sé að ræða 22 milljarða styrkingu á afkomu.

Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra út í hvaða væntingar hann hafi til stýrivaxtalækkunar sem verður vonandi 2. júlí nk.