137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[15:50]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi launakjör forsætisráðherra þá held ég, miðað við hvernig hæstv. forsætisráðherra vinnur vinnuna sína, að það sé mjög eðlilegt að mjög margt fólk sé með til muna hærri laun en hæstv. forsætisráðherra. Já, ég svara því játandi.

Ég vil nefna hér annað sem lýtur að því sem við hv. þm. Guðbjartur Hannesson eigum sameiginlegt og það er hvernig framkvæmd fjárlaganna verður því að það kemur fram í þessari skýrslu hér að ráðuneytin hafa þegar bútað niður þessar 1.800 milljónir. Í skýrslunni kemur fram að ráðuneytunum er ætlað að útfæra sparnaðartillögurnar. Ég spyr hv. þingmann sem landsbyggðarþingmann í Norðvesturkjördæmi hvort hann hafi ekki áhyggjur af þessari framkvæmd mála því að við þekkjum það (Forseti hringir.) að þegar niðurskurðarhnífnum er beitt þá er aldrei byrjað næst sér heldur er alltaf skorið fjærst til að byrja með. (Forseti hringir.) Hvernig hyggst hv. þingmaður (Forseti hringir.) bregðast við þessu?