137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[16:28]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég þakka þessar ágætu undirtektir og mun þá um leið líka hvetja okkar fólk í fjárlaganefnd til að fylgja því eftir að það verði farið yfir þetta. Ég tel óásættanlegt að aðilar vinnumarkaðarins, þ.e. Samtök atvinnulífsins og ASÍ, einfaldlega ýti þessari tillögu algerlega út af borðinu án þess að hún sé rædd neitt frekar, að menn móist við að skoða nýjar hugmyndir sem stuðla að og eru hvati til að ýta atvinnulífinu fyrr af stað. Við getum ekki og við höfum ekki efni á því að líta ekki á þessar tillögur. Þess vegna fagna ég sérstaklega þessari afstöðu hv. þingmanns.