137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[18:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel rétt að ítreka hér að helstu breytingar í þessu frumvarpi, einkum þær sem snúa að 1. gr. frumvarpsins og 9. gr. frumvarpsins sem Fjármálaeftirlitið gerði vissulega athugasemdir við, voru til umfjöllunar í nefnd sem skipuð var á árinu 2007 og Fjármálaeftirlitið átti aðild að þannig að Fjármálaeftirlitið átti aðild að þeim breytingum sem hér er verið að ræða. Atriði sem varða samkeppnisumhverfið og samstarfið hafa auk þess verið sérstaklega borin undir Fjármálaeftirlitið. Þau ákvæði eru hins vegar niðurstaða af tiltekinni málamiðlun og meiri hlutinn tók sérstaklega undir það með Sambandi sparisjóða að nauðsynlegt væri að skýra í lögum heimildir til samstarfs. (Forseti hringir.) Það mat hygg ég að hefði ekki breyst þótt lengri tími hefði liðið.