137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

fundarhlé vegna nefndarfundar.

[12:19]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Virðulegur forseti. Hafi ég með sleifarlagi mínu við stjórn utanríkismálanefndar, eins og mátti ráða af ræðu hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar, orðið til þess að valda óróa á þingfundi og orðið til þess að þingfundur frestaðist um 1½ klukkustund þá ætla ég að biðja þingheim afsökunar á því. Á því ber ég fulla ábyrgð en ég hvet hinn sama þingheim jafnframt til þess að hefjast þegar handa við þingstörfin eins og þau eru á auglýstri dagskrá.