137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

umræður um fundarstjórn.

[11:37]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Það eru greinileg þreytumerki á forseta þingsins og er kannski ekki óeðlilegt. Mikið álag hefur verið í þinginu á þingmönnum og starfsfólki undanfarnar vikur en ég vil af því tilefni rifja aðeins upp til hvers þessa sumarþings var stofnað og, virðulegi forseti, benda á hvernig dagskráin er samsett í dag. Á þessu sumarþingi hefur ekki verið ástæða til að funda í félags- og tryggingamálanefnd sem ætti að vera sú leiðandi nefnd sem annast að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Í henni hafa verið fundir varðandi mál eins og aðild starfsmanna að samruna félaga. (Forseti hringir.) Það eru EES-innleiðingar sem eru þar á ferðinni og það er eina málið. (Forseti hringir.) Er ekki rétt að virðulegur forseti tali við þessa hæstv. ríkisstjórn (Forseti hringir.) og fái hana til að koma inn í þetta þing með einhver mál sem skipta máli, (Forseti hringir.) ekki sé boðið upp á dagskrá með málum sem skipta engu máli fyrir þjóðina eins og staðan er núna.