137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

eignarhald á fjölmiðlum.

152. mál
[15:13]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég fagna þessari umræðu sem hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur hér í sölum þings. Um þetta er það að segja að ríkið rekur stærsta miðil þjóðarinnar en vill líka ráðskast með alla hina. Það er í sjálfu sér umhugsunarvert og snýst kannski þá aðalatriði þessa máls um þessa meginspurningu: Treystir ríkið einstaklingum til þess að reka fjölmiðla? Ég held að þetta mál hverfist um þá spurningu.

Ég treysti einstaklingum til þess að reka fjölmiðla á Íslandi en ég vil hins vegar ekki sjá það gerast að stórar viðskiptablokkir eignist fjölmiðla með húð og hári. Hér þarf að setja almennar reglur í samfélaginu eins og annars staðar, en ekki pólitískt sértækar.