137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:32]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það liggur alveg ljóst fyrir að framkvæmdarvaldið framkvæmir það sem löggjafinn fyrirskipaði, svo einfalt er það. Varðandi þá breytingu sem hv. þingmaður telur að sé meginbreyting frá því sem var við 2. umr. er ég honum ósammála og segi um það einungis eftirfarandi: Af sjálfu leiðir.