138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

fyrirhugaðar skattahækkanir.

[13:46]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég skil hæstv. iðnaðarráðherra þannig að hún hafi loksins fengið að vera með í ráðum. Hún segir: 47% skattur er bara hóflegur skattur á fjölskyldurnar í landinu. En það er ágætt að fá það á hreint að iðnaðarráðherra var með í ráðum núna og það er nýbreytni.

Það sem ég vil sérstaklega draga fram er að iðnaðarráðherra er líka ferðamálaráðherra. Hún leggur þessar álögur á landsbyggðina og á ferðaþjónustuna og fyrir hennar tilstuðlan eru þessar leiðir farnar. Ég vara sérstaklega við því að þessar skattahækkanir munu stuðla að því að við munum ekki komast fyrr út úr atvinnuleysinu, við munum ekki fara að byggja hér upp fyrr eins og til stóð og ég bendi sérstaklega á það að við sjálfstæðismenn höfum lagt fram tillögur um hvernig hægt er að leysa þetta. Við segjum: Við getum farið aðrar leiðir en skattahækkunarleiðir. Þess vegna segi ég: Þetta er alger uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar. (Forseti hringir.) Þetta er uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar í stað þess að skoða þær leiðir sem við sjálfstæðismenn höfum margoft rætt hér við litlar undirtektir ríkisstjórnarinnar.