138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

skipulag þingstarfa.

[14:09]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Birgis Ármannssonar sem er raunar andsvar við ræðu hv. þm. Þórunnar Sveinbjarnardóttur um þetta. Fyrir tveimur árum var ræðutími takmarkaður umtalsvert. Ég get ekki séð að þó að við reynum að gæta meira vinnubragða í þinginu að það sé samasemmerki milli þess og að takmarka enn þá meira málfrelsi þingmanna og þá sérstaklega stjórnarandstæðinga.

Það ætti að liggja fyrir nokkuð inn í upphaf þings hvaða þingmál það eru sem ráðherrar setja í forgang og að skjölum um það sé þá dreift. Það ætti alla vega að vera hægt að skipuleggja vikustarfið út frá því hvaða mál það eru sem ráðuneyti vilja setja í forgang. Við, almennir þingmenn, gerum okkur grein fyrir því að við fáum yfirleitt þann tíma sem eftir er til að reyna að tala fyrir okkar málum og ég held að það hljóti að vera hægt að skipuleggja vinnubrögðin betur en hér er gert núna.