138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

skipulag þingstarfa.

[14:14]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að hún mun svara þeim spurningum sem að henni hefur verið beint að lokinni umræðu um fundarstjórn forseta. Forseta hefur verið legið á hálsi fyrir að svara of fljótt og sömuleiðis að svara of seint þannig að hún vill heyra í öllum þingmönnum sem vilja gera athugasemdir við fundarstjórn og mun síðan svara spurningum sem hefur verið beint til forseta.