138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

staða minni hluthafa.

24. mál
[20:59]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil geta þess að þingsályktunartillagan mun passa mjög vel inn í þá vinnu sem viðskiptanefnd er núna í þar sem hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram nokkur frumvörp sem eiga að bæta stöðu hluthafa, ekki síst minni hluthafa. Má m.a. nefna að nefndin hefur núna til umsagnar frumvarp þar sem verið er að lengja boðunarfrest hluthafafunda sem ætti einmitt að gagnast smærri hluthöfum. Jafnframt eru í frumvarpinu ákvæði hvað varðar upplýsingaskyldu þeirra sem boða hluthafafundinn.

Að lokum langar mig til að upplýsa hv. þingmann um að ég sé merki þess að þingsályktunartillagan sem kom fram í sumar hefur haft áhrif á störf ráðuneytisins og jafnvel meiri áhrif en hv. þingmann grunar og mun ég koma inn á það á eftir í ræðu minni.