138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:19]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til þess að ítreka fyrirspurn hv. þingmanna sem spurt hafa hæstv. forseta hvort ekki standi til að gera örstutt matarhlé eða hvort í þessari ákvörðun forseta felist að við munum ljúka málinu á næsta klukkutíma eða tveimur. Við gætum þá kannski harkað af okkur. Ég get talað fyrir mína hönd að ég mundi sjálfsagt þola einn eða tvo klukkutíma í svelti. Ég veit ekki hvort það er endilega stefna forseta að jafnt eigi yfir alla að ganga hvað það varðar, en það er ekki víst að þeir þoli það allir hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar.

Mér finnst það svolítið merkilegt að við eigum að standa hér í dag án þess að fá vott né þurrt, nema með þeim eina hætti að bregða okkur frá, og tala um þetta mikilvæga mál. Ég velti því fyrir mér hvort einhver sérstök ástæða sé fyrir því að þessari dagskrá sé haldið fram (Forseti hringir.) af þvílíku offorsi.