138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:33]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil beina því til forseta eða biðja forseta um að íhuga vel og skoða þá stöðu sem er komin upp í Alþingi um það hvernig málin hafa þróast í samskiptum milli forseta og stjórnar og stjórnarandstöðu. Þetta þing er ekki búið að starfa lengi eins og við vitum, fram undan eru mörg stór mál sem þarf að ræða og leysa, engin smámál í raun, og ég óska svo sannarlega eftir því að forseti beiti sér fyrir því að hlutirnir komist í skynsamlegan farveg, því að það eru efni til þess enn þá að láta það gerast ef hófsemi og skynsemi er beitt.