138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir það sem hér hefur komið fram. Það væri mjög æskilegt að fá einhverjar upplýsingar um það hvenær við ætlum að ljúka þessum fundi, hvort við verðum langt inn í nóttina eða ekki. Þá þætti mér einnig gott ef þeir ráðherrar sem hafa forræði á þessu máli yrðu kallaðir inn, þannig að þeir gætu tekið þátt í eða alla vega verið viðstaddir þá umræðu sem hér fer fram og óska ég eftir því að formaður fjárlaganefndar verði kallaður til umræðunnar.