138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:39]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú langar mig að spyrja virðulegan forseta: Þótti frú forseta ekki undarlegt að heyra hæstv. fjármálaráðherra koma hér upp og þylja upp tölfræði, skammast yfir því hvað menn hefðu talað lengi um þetta stóra og mikilvæga mál? (Gripið fram í.) Ætli hæstv. fjármálaráðherra hafi nú ekki talað töluvert lengi, og miklu lengur en flestir þingmenn í þessu máli, um miklu, miklu minni mál í gegnum tíðina (Gripið fram í.) og jafnvel ómerkileg mál eins og hv. þm. Pétur Blöndal nefnir hér?

Þar af leiðandi spyr ég frú forseta: Er þetta ekki svolítið sérkennilegt að ráðherrann skuli tala með þessum hætti? Reyndar verð ég að viðurkenna að þetta er í samræmi við margt annað í fari ráðherrans sem hefur gjörbreyst og ekki hvað síst afstaða hans í Icesave-málinu þar sem hann er lentur í algjörri mótsögn við sjálfan sig án þess að hafa útskýrt fyrir þinginu (Forseti hringir.) hvernig á því stendur.