138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:15]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér sýnist að hæstv. forseti ætli að halda fundinum áfram þangað til mælendaskrá tæmist. Þannig skildi ég orð hennar áðan. Þá velti ég upp þeirri spurningu hvort þetta sé það sem koma skal á Alþingi, hvort það sé þá þannig í þeim málum sem við eigum eftir að klára á þinginu að það verði aldrei tekin nein pása framar á Alþingi og hvort verið er að skapa hér algerlega nýja venju um kvöld- og næturfundir, þar sem menn verða oft galsafengnir eins og reynslan sýnir, sé það sem koma skal.

Virðulegi forseti. Ég held að við ættum að fá skýr svör við þessu.