138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:10]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það líður að morgni, klukkan er orðin tólf mínútur yfir fjögur og ekkert svar hefur fengist um það hvenær þessum fundi lýkur. Ég vil því beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forseta hvort til standi að funda hér þangað til nefndarfundir byrja í fyrramálið eða hvort gert verði hálftímahlé þannig að maður geti skroppið heim í sturtu og rakað sig áður en maður mætir á nefndarfund. Það væri ágætt að fá leiðbeiningu frá forseta ef hann mundi láta svo lítið að svara þessari spurningu sem er sett fram í fullri vinsemd.