138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:05]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel ekki að stjórn og stjórnarandstaða séu búin að spóla sig hvor út í sitt hornið, það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem eru búnir að spóla sig út í horn. Ef ræðan sem ég vísaði í, ræða hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur sem hún flutti fyrir atkvæðagreiðsluna 28. ágúst, er lesin, er málflutningur stjórnarandstöðunnar í dag falinn í þessari ræðu. Það er eiginlega sláandi hvað málflutningur forsætisráðherra frá því í sumar er samhljóða stjórnarandstöðunni núna.

Ég vil spyrja þingmanninn á ný: Hvað gerðist á milli umferða í þessu máli? Hvers vegna tókst ríkisstjórninni ekki að standa við orð sín frá í sumar og standa við þau lög sem Alþingi samþykkti 28. ágúst? Hvers vegna erum við að fjalla um þetta mál á nýjan leik með þessum hætti?