138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

273. mál
[17:06]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er mikil ánægja að segja frá því að búið er að setja á fót verkefnisstjórn sem er að vinna í þessu þar sem allir aðilar sem að málum þurfa að koma eiga sæti, m.a. fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, menntamálaráðuneytisins, starfsmenntasjóðum atvinnulífsins o.s.frv. þar sem við leiðum alla saman. Við munum kynna áætlun síðar í þessari viku. Við erum að binda saman alla þætti og við horfum fram á það að geta byrjað að vinna að henni af fullum krafti strax í byrjun janúar.