138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:21]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. 5. gr. gerir ráð fyrir því að lögin öðlist þegar gildi eða frumvarpið öðlist gildi um leið og við erum búin að samþykkja það hér sem lög. Ég vil beina því til fjárlaganefndar að skoða það að breyta þessu gildistökuákvæði í þá veru að segja að lögin muni taka gildi þá þegar Bretar hafa bætt okkur þann skaða sem við urðum fyrir, við Íslendingar, þegar þeir beittu gegn okkur hryðjuverkalögunum. Ég held að vel færi á því að tengja gildistöku þessara laga við það.