138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:31]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hæstv. fjármálaráðherra að hér er um að ræða tímamótafrumvarp. Þetta er tímamótafrumvarp sem er einstök flétta af heimsku og valdníðslu og svívirðileg árás og aðför að heimilunum og atvinnulífinu í landinu. Það er tímamótafrumvarpið sem hér liggur fyrir. Það miðast allt við það að taka allt af öllum og sjá svo til hvort það verður einhver afgangur. Það er ekkert uppbyggilegt í því í heildina séð, engin markmið, enginn metnaður til að komast af stað. Þegar menn þurfa að kyrra í brimgarðinum byggir hæstv. ríkisstjórn ný tæki til að búa til nýja ölduboða í brimgarðinum. Endalaus órói og endalaus ókyrrð (Forseti hringir.) er ekki það sem íslenskt þjóðfélag þarf í dag.