138. löggjafarþing — 82. fundur,  25. feb. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

375. mál
[16:06]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við ræðum hér drög að siðareglum fyrir Stjórnarráð Íslands sem er vel. Mig langar til að spyrja hæstv. forsætisráðherra, fyrst við ræðum um reglur er tengjast starfsmönnum framkvæmdarvaldsins, hvort hún telji ekki rétt að ræða um aðstoðarmenn ráðherra sem falla á milli skips og bryggju hvað ábyrgð varðar, en um þá gilda hvorki lög um opinbera starfsmenn né bera þeir pólitíska ábyrgð.

Telur hæstv. forsætisráðherra að til álita kæmi að setja reglur um svokallaða hagsmunaárekstra? Ljóst er að þessir einstaklingar hafa oft á tíðum aðgengi að mjög mikilvægum upplýsingum sem eru umfram markaðinn, svo ekki sé nú minnst á að margir af þessum aðstoðarmönnum hafa farið mjög mikinn í umræðunni undanfarið en eins og við vitum öll hér bera þeir enga pólitíska ábyrgð. Því væri gaman að heyra svar hæstv. forsætisráðherra og skoðun hennar á þessu máli.