138. löggjafarþing — 98. fundur,  23. mars 2010.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

21. mál
[14:07]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska þingheimi hjartanlega til hamingju með samþykkt þessa frumvarps sem hér liggur fyrir. Það felur í sér „fortakslaust bann við því að bjóða upp á nektarsýningar eða að gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru“ eins og stendur í frumvarpinu.

Þetta mál hefur áður verið til umræðu á Alþingi og er endurflutt núna. Þingmenn úr öllum flokkum standa að því. Í mínum huga er verið að brjóta í blað í Íslandssögunni með samþykkt þessa frumvarps og ég óska að endingu enn og aftur okkur öllum hjartanlega til hamingju með þetta.