138. löggjafarþing — 117. fundur,  30. apr. 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[16:54]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil spyrja frekar til að þetta sé alveg skýrt: Er þetta nákvæmlega sama málið, er það algjörlega óbreytt eða eru einhver atriði öðruvísi? Er það þá kannski þessi kafli um upplýsingar til almennings sem hefur bæst við eða var það í hinu frumvarpinu?

Ég vil hvetja til þess í meðförum nefndarinnar og við vinnslu málsins — hér varð mjög tilfinningarík umræða um þetta mál í fyrra — ég vil hvetja alla aðila, sem ég veit að verður gert í hv. umhverfisnefnd undir forustu formannsins, til að taka þetta mál frá öllum hliðum og leyfa öllum þeim sjónarmiðum sem uppi eru að koma fram í vinnu nefndarinnar.