138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

513. mál
[15:41]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Við sjálfstæðismenn í allsherjarnefnd höfum stutt þetta mál við meðferð þess í þinginu og teljum að það geti liðkað fyrir í þeim tilvikum sem það nær til. Þetta mál tengist hugmyndum sem uppi hafa verið um breytingar á fyrirkomulagi sýslumannsembætta í landinu og ýmislegt hefur verið nefnt í því sambandi en eins og komið hefur fram við meðferð þessa máls liggja ekki fyrir endanlegar tillögur dómsmálaráðherra þar um. Ég vil bara taka það fram á þessu stigi að stuðningur við þetta mál felur ekki sjálfkrafa í sér stuðning við einhverjar óframkomnar hugmyndir um breytingar á sýslumannsembættaskipaninni. Það fyrirkomulag þarf að skoða en auðvitað er eðlilegt að skoða það í samhengi við fleira heldur en fjölda embætta og umdæmaskipan því einnig þarf að huga að verkefnum sýslumannsembætta (Forseti hringir.) og kjarna þeirrar starfsemi sem þau eiga að hafa með höndum.