138. löggjafarþing — 132. fundur,  7. júní 2010.

fundarstjórn.

[19:34]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég get tekið undir orð hv. þm. Þórs Saaris. Ég tel að það færi ekki vel ef umræða um stjórnlagaþingið, sem ljóst er að verður viðamikil og ítarleg og skiptir miklu máli, fær ekki næga athygli. Þar eru sjónarmið með og á móti því frumvarpi sem liggur fyrir en auðvitað er óhjákvæmilegt að aðrir þættir sem varða stjórnskipunarmálefni blandist þar inn í. Það er mikilvægt að sú umræða fái athygli og rými í dagskrá þingsins sem hæfir viðfangsefninu. Því tel ég að athugasemd hv. þingmanns sé fyllilega réttmæt og þess virði að hæstv. forseti taki hana til athugunar, að hún taki vel í þá málaleitan sem hv. þingmaður kom fram með í ræðu sinni.