138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.

485. mál
[13:21]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég missti af því vegna anna í atkvæðagreiðslu að gera grein fyrir atkvæði mínu í byrjun og geri það hér nú. Þetta frumvarp var samið hjá þeirri ágætu stofnun Ármanns Snævarrs að beiðni ríkisstjórnarinnar. Margir umsagnaraðilar komu fyrir nefndina og eðlilega sýndist sitt hverjum, en aðallega var verið að fjalla um það að gefa aðilum meira svigrúm. Ég er með fyrirvara á þessu nefndaráliti fyrst og fremst vegna vinnubragða allsherjarnefndar en ekki vegna efnis frumvarpsins. Ég segi já við þessu frumvarpi og byggist sú ákvörðun mín á mannréttindasjónarmiðum og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum.