138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[11:40]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þingmaður bendir á er hér ítarleg umsögn frá fjármálaráðuneyti, fjárlagaskrifstofunni, um áætlaðan sparnað sem menn telja að geti orðið af þessari sameiningu þegar hún er að fullu komin fram. Það er að vísu svo og það vita allir að þegar verið er að sameina og hagræða tekur það tíma að hagræðingin og sparnaðurinn komi að fullu fram. En ég tel að á ýmsum sviðum geti hann komið mjög fljótt fram. Strax þegar verið er að fækka ráðuneytisstjórum, skrifstofustjórum, ráðherrum o.s.frv., eins og ítarlega er getið hér í ágætu áliti fjárlagaskrifstofu, er alveg augljós sparnaður í því og hann er metinn hér upp á 300 milljónir. Þetta er auðvitað eitt af því sem nefndin mun fara ítarlega yfir en allir sem að þessu koma eru sannfærðir um að í þessu felist ótal tækifæri til sparnaðar bæði hjá ráðuneytunum sjálfum og ekki síst í þeim samlegðaráhrifum sem við munum sjá ef hægt er að (Forseti hringir.) fara í sameiningu á stofnunum.