138. löggjafarþing — 150. fundur,  3. sept. 2010.

efnahagshorfurnar.

[10:39]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Það er vissulega, virðulegi forseti, tilhneiging hjá stjórnarandstöðunni að draga upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála sem engin ástæða er til. (Gripið fram í.) Þó að hagvöxturinn og hagvaxtarspár séu heldur minni á heildina litið til ársins 2009 og 2010 þá gefur minni samdráttur okkur miklu betri stöðu og færi á að koma efnahagslífinu í gang. Það er það sem skiptir máli. Það skiptir máli að atvinnuleysi er miklu minna en spáð var. Það skiptir máli að verðbólgan er miklu lægri en búist var við, hún var 18,6% þegar við tókum við en er núna 4,5%. Það skiptir líka máli varðandi hagvöxtinn og atvinnulífið að stýrivextir eru miklu lægri, hún var 18% voru þeir þegar við tókum við og eru komnir niður í 7%. Heildarmyndin er því miklu bjartari en menn spáðu og er hægt að vísa í ýmsa sérfræðinga, líka í Seðlabankanum, um að efnahagslífið sé á uppleið.