138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að ítreka það að öflun sönnunargagna, prófanir og annað fer fram að samþykktri tillögu sem hér liggur fyrir, þ.e. háð því auðvitað að hún verði samþykkt. Þar fer öflunin fram og svo fyrir dómi fer sönnunarfærslan fram.

Við skoðuðum þá leið mjög vel og vandlega sem hæstv. forsætisráðherra benti á, þ.e. ef ég skildi ummæli hv. þingmanns rétt, að milli fyrri og síðari umræðu færum við í lagabreytingar. Þetta vorum við búin að taka út af borðinu í ítarlegri umræðu í janúar, febrúar og mars. Við störfum eftir þessum lagagrundvelli.

Eitt var það í þessu samhengi líka, að setja lög afturvirk á dæmi sem er í gangi, það þykir ekki góð lögfræði.